05. júlí 2016 · Slökkt á athugasemdum við  Ávarp á landsmóti hestamanna 2016 · Categories: Landbúnaður, Skagafjörður

 

Hólum, Hjaltadal 30. Júní 2016

Ágætu landsmótsgestir og Skagfirðingar, gleðilega hátíð og til hamingju með íslenska hestinn. Velkomin heim að Hólum!

 

Heiðurinn er minn að fá að vera hérna með ykkur  „heima að Hólum“ þar sem afi minn menntaði sig. Að vera hér sem landbúnaðarráðherra er mér sérstaklega ánægjulegt. Heimsókn Online Casino Game og vinna!

Sjálfum finnst mér fátt jafn gaman og að horfa á glæsileg hross, frábæra knapa.

Það er viðeigandi að landsmót hestamanna fari fram hér að Hólum enda eru Hólar Mekka íslenska hestsins þar sem nemendur geta tekið háskólapróf í reiðmennsku og reiðkennslu —  og í hestafræðum svo eitthvað sé nefnt, og Hólahrossin hafa lengi borið staðnum gott vitni.

Saga íslenska hestsins er einnig nátengd staðnum. Ekki langt frá þessum merka stað, þar sem biskupar norðursins höfðu aðsetur, er Kolkuós. Ein elsta frásögn um hross á Íslandi er einmitt frásögnin af því þegar skip sem hlaðið var búfé kom í Kolkuós.

Þar keypti Þórir dúfunef sér unghross sem hann kallaði Flugu og þótti „allra hrossa skjótast“. Fluga eignaðist hestfolald að nafni Eiðfaxi sem  síðar var fluttur til Noregs, var mjög óstýrilátur og varð þar flokki manna að bana.

Eins og við sjáum er nú öldin önnur; íslenski hesturinn vekur alls staðar hrifningu og er hugljúfi eigendum sínum víða um heim.

Fluga hins vegar týndist í feni á Flugumýri.

Og sem betur fer fór þetta ekki á hinn veginn, Eiðfaxamýrarbrenna á sturlungaöld hljómar ekki alveg nógu vel.

Það er einnig vel við hæfi að afhjúpa hér á eftir minnisvarða hér að Hólum um leiðtogann Svein Guðmundsson. Sveini og reyndar mörgum öðrum eiga Skagfirðingar mikið að þakka er kemur að hestamennskunni. Við sem þekktum Svein vitum hversu hestamennskan, ræktunin, aðstaða og orðspor hestsins var honum mikilvægt. Hann barðist fyrir þessu öllu af sinni alkunnu eftirfylgni og ákefð og uppskar eftir því. Við starfi Sveins tóku Guðmundur, Auður og fjölskylda og áfram vex hróður starfs þeirra allra.

More »

01. desember 2011 · Slökkt á athugasemdum við Ósanngjarn niðurskurður · Categories: Heilbrigðismál, Landsbyggðin, Niðurskurður, Skagafjörður

Innihald þessarar greinar á við um margar aðrar stofnanir en hér er rætt um inntakið er skýrsla sem Capacent gerði.

Í fyrrnefndri skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS) kemur eftirfarandi fram:

1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34.1%.
2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið.
3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakri grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka.
4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka.
5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggur fyrir. More »