02. ágúst 2016 · Slökkt á athugasemdum við Arður af auðlindum · Categories: Atvinnumál, Framsókn, Sjávarútvegur

Líkt og með okkur Íslend­inga hér áður fyrr snýst til­veran í Fær­eyjum að mestu leiti um fisk en 95 pró­sent af útflutn­ings­tekjum Fær­ey­inga eru af fisk og fiskaf­urð­um. Þannig liggja miklir hags­munir í því að sem mest fáist fyrir afurð­irnar fyrir fyr­ir­tæk­in, rík­is­sjóð og sam­fé­lagið allt en vel hefur gengið hjá nágrönnum okkar og síð­ast­liðin 20 ár hefur útflutn­ingur þeirra rúm­lega tvö­fald­ast.

Fær­ey­ingar fóru nýlega að bjóða afla­heim­ildir á upp­boðs­mark­aði í til­rauna­skyni en áætlað er að um tíu pró­sent af heild­ar­kvóta þeirra verði boð­inn upp með þessum hætti í júlí og ágúst á þessu ári. Eru þetta tíma­mót á langri veg­ferð Fær­ey­inga í breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi þeirra því árið 2007 ákvað þingið þeirra að fella niður öll almenn veiði­leyfi fiski­skipa á tíu árum (sem verður í jan­úar 2018).

Ýmis vand­kvæði hafa verið við áætl­un­ina. Við­brögð sjáv­ar­út­vegs­ins hafa verið nei­kvæð og almenn­ingur hefur blendnar til­finn­ingar til breyt­inga á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Póli­tísk umræða hefur þannig að mestu snú­ist um breyt­ing­arnar framundan með stóru spurn­ing­unni, hvernig eigi að taka gjald af auð­lind­inni. Fær­ey­ingar byrj­uðu að inn­heimta veiði­gjald árið 2011 fyrir eina fisk­teg­und. Árlegar breyt­ingar hafa svo verið á veiði­gjaldi síð­ast­liðin þrjú ár. Hafa þeir fjölgað þeim teg­undum sem tekið er gjald fyrir upp í þrjár árið 2015 eða nánar til­tekið síld, mak­ríl og kolmunna.

Þær raddir hafa heyrst að aukin öflun tekna af fisk­veiðum fyrir rík­is­sjóð sé til­komin vegna mögu­legs sjálf­stæðis Fær­eyja. Enn er þó of snemmt að segja til hvort það gangi eftir og hvort póli­tísk sátt náist um leið­ina sem valin verð­ur. Umræðan í Fær­eyjum um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag fisk­veiða verður lík­lega hávær­ust í lok þessa árs þegar skila á skýrslu um málið og árið 2017. Ef þessar breyt­ingar eiga hins vegar að verða var­an­legar verða þær að taka gildi fyrir jan­úar 2018.

Fyrir okkur Íslend­inga er þetta áhuga­verð til­raun sem vert er að fylgj­ast með.  Fær­ey­ingar eru í upp­hafs­skrefum fer­ils­ins og hægt er að læra af þeirra reynslu. Fyrir Ísland sem hefur siglt í gegnum mik­inn öldu­sjó í mál­efnum sjáv­ar­út­vegs hefur okkur tek­ist með elju að skapa hér­lendis blóm­lega atvinnu­grein sem í dag skilar arði og nýsköp­un. Við tökum veiði­gjald af tugum teg­unda og fáum millj­arða til rík­is­ins árlega í arð fyrir rík­i­s­jóð. Okkar fyr­ir­komu­lag er þó ekki án galla og mik­il­vægt er að fylgj­ast með hvað aðrir gera.

Í því sam­hengi þarf að færa umræð­una um afnota­gjald fyrir auð­lindir yfir á allar auð­lind­ir. Finna kerfi sem hægt er að beita á allar þær auð­lindir þar sem greitt er fyrir afnot af eða ætti að greiða fyr­ir. Ég tel fýsi­leg­ast að beita skatt­kerf­inu til þess. Fyrst þarf þó að byrja á að skil­greina hvað eru auð­lindir og taka síðan ákvörðun um hvort við viljum yfir­leitt að greitt sé gjald fyrir afnot af þeim.

Við í Fram­sókn hefðum viljað sjá nátt­úru­auð­lindum lands­ins komið tryggi­lega fyrir í eigu þjóð­ar­inn­ar. Það hefur þó ekki náðst meiri­hluti fyrir því enn sem komið er. Sú breyt­ing og jafn­vel fleiri er fyr­ir­sjá­an­legt að ráð­ast þurfi í á næstu árum af skyn­semi og var­færni.

09. nóvember 2012 · Slökkt á athugasemdum við Um nýja veiðigjald ríkisstjórnarinnar · Categories: Sjávarútvegur, Ýmislegt

Makríldeilan kom til umræðu fundi utanríkismálanefndar Alþingis fyrir skömmu. Þar lögðu fulltrúar Framsóknarflokksins áherslu á að haldið yrði fast við kröfur Íslendinga í deilunni enda hafi Íslendingar lagt sig fram um að leysa deiluna m.a. með tillögum um að allar þjóðir gæfu eftir í sínum kröfum. Þá lögðum við áherslu á að íslensk stjórnvöld kynntu með afgerandi hætti forystu Íslendinga í vernd fiskistofna og sjálfbærum veiðum. Stjórnvöld hafa því miður látið hjá líða að halda á lofti málstað Íslendinga með afgerandi hætti á alþjóðavettvangi undanfarin ár, nægir þar að nefna Icesave málið. Því er það áhyggjuefni að verulega virðist vanta upp á almenna kynningu erlendis á staðreyndum og málstað Íslendinga í markríldeilunni. More »

04. júní 2012 · Slökkt á athugasemdum við Virðingaleysi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis setur blett á sjómannadagshátíðina · Categories: Landsbyggðin, Niðurskurður, Ríkisstjórnin, Sjávarútvegur · Tags: , , , ,

Oft hafa ríkisstjórnarflokkarnir gengið fram af Íslendingum en nú tekur steininn úr. Ríkisstjórnin lagði fram á lokafresti tvö sjávarútvegsmál sem vísað var til atvinnuveganefndar. Í umsögnum fengu bæði málin falleinkun sem og hjá sérfræðingum er skoðuðu þau. Megin niðurstaða þeirra er sú að frumvörpin eyðileggja íslenskan sjávarútveg. Nærri 35 þúsund Íslendingar hafa beina eða óbeina atvinnu af sjávarútvegi – sjávarklasanum, atvinna þessa fólks er í húfi.

Við alla þá er starfa í sjávarútvegi eða störfum honum tengdum vil ég segja: Örvæntið ekki, fjöldi þingmanna er reiðubúinn að standa vaktina á Alþingi eins lengi og þarf til að koma í veg fyrir að störf ykkar séu lögð í rúst. Ekki bara vegna þess að við skiljum mikilvægi starfa ykkar heldur líka vegna þess að allir aðrir Íslendingar þurfa líka á ykkar störfum að halda. More »

02. apríl 2012 · Slökkt á athugasemdum við Sjávarútvegur · Categories: Sjávarútvegur, Ýmislegt · Tags: , , , ,

Umfjöllun um sjávarútveg.

Ég er mjög hugsi yfir því hvernig Ríkisútvarpið nálgast málefni sjávarútvegsins. Ég man ekki eftir jákvæðri umfjöllun um greinina í fréttum eða Kastljósi þótt efniviðurinn sé nægur. Ég hef því enn efasemdir um hlutlausa umfjöllun stofnunarinnar. Fyrir nokkru ritaði ég meðfylgjandi grein sem er, að mínu mati, dæmi um hlutdræga umfjöllun RÚV.

Gunnar Bragi.

RÚV og sjávarútvegurinn.

Ríkisútvarpið (RÚV) gefur ekkert eftir í því draga upp þá mynd að sjávarútvegurinn sé undirrót vandræða, sukks og svínarís. Á vef RÚV sl. miðvikudag var vitnað í skýrslu eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskiptaráðherra, samkvæmt lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og því slegið upp sem fyrir sögn að milljarðar hafi verið afskrifaðir frá hruni og svo kom eftirfarandi texti: „Fimm sjávarútvegsfyrirtæki hafa samtals fengið nærri þrettán milljarða afskrifaða frá hruni. Eigendur hafa í öllum tilfellum haldið fyrirtækjunum með gögnum og gæðum.“ Síðan kemur umfjöllun um þá rúmlega 336 milljarða sem voru afskrifaðir hjá öðrum fyrirtækjum. Að endingu er aftur fjallað um sjávarútveginn og talið sérstaklega eftirtektarvert að skuldum hafi ekki verið breytt í hlutafé hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum.

Þessi nálgun er vitanlega alveg furðuleg í ljósi þess að fjárfestingar- og eignarhaldsfélög (7 fyrirtæki) fengu nærri 170 milljarða afskrifaða og rúmum 2.5 milljörðum eða 1% var breytt í hlutafé ! Verslunar- og þjónustufyrirtæki (13 fyrirtæki) fengu nærri 89 milljarða afskrifaða, rúmum 9 milljörðum var breytt í hlutafé eða 7% . Sjávarútvegsfyrirtækin (5 fyrirtæki) skulduðu minnst, fengu nærri 13 milljarða afskrifaða eða svipað prósentu hlutfall en engu var breytt í hlutafé. Þetta reyna einhverjir hjá RÚV að gera tortryggilegt. Því er ekki spurt hvernig standi á því að eingöngu 1%,  2.5 milljarði af lánum til fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga var breytt í hlutafé þar sem nærri 170 milljarðar voru afskrifaðir?  Málinu var svo samviskusamlega fylgt eftir í Kastljósinu.

Samkvæmt skýrslunni voru 12.792.335.783 milljarðar afskrifaðir hjá sjávarútvegsfyrirækjum en 323.330.779.989 hjá öðrum fyrirtækjum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þessi nálgun á þetta mál er valin? Sjávarútvegurinn er alls ekki hafinn yfir gagnrýni en er ekki rétt að fagna því að MINNSTU afskriftirnar séu hjá fyrirtækjum í þeirri grein.

Umfjöllun um helstu atvinnugrein þjóðarinnar hefur verið byggð á upphrópunum, öfund, vanþekkingu og pólitík en við hljótum að geta gert þá kröfu á Ríkisútvarpið að það falli ekki í sömu gryfju.  Til að lesendur sjái þetta með eigin augum þá læt ég fylgja með slóð á fyrrnefnda skýrslu.

http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Eftirlitsnefnd_.pdf

Gunnar Bragi Sveinsson

alþingismaður.