16. júlí 2014 · Slökkt á athugasemdum við Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar vill stöðva stækkun ESB · Categories: ESB, Framsókn, Ríkisstjórnin, Utanríkismál

Rikisstjórn Íslands hefur marg lýst því yfir að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum við ESB og hefur hætt öllum samskiptum er lúta að umsókninni enda á móti inngöngu Íslands í ESB.

Nú hefur nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean Claude Junker sagt að ekki verði um frekari stækkun næstu fimm árin. Hann ætli sér að sinna þeim löndum sem nú þegar eru í ESB, þétta raðirnar og vinna á hinum griðarmörgu vandamálum sem sambandið glimir við.

Þetta er i samræmi við min fyrri orð um ESB og að ekki sé rökrett að ganga i sambandið ekki síst þegar óvissan um þróun þess og framtíð er svo mikil. Junker ætlar sér að eigin sögn að taka á mörgum vandamála sambandsins. En miðað við verkefnafjöldann, stærð vandamálanna og þær endurbætur sem vinna þarf í á ESB er ljóst að 5 ár er stuttur timi og liklegra að það taki lengri tima en það að klára vinnuna.

Árni Páll og Össur hafa líklega rétt fyrir sér að það seu amk 10 – 15 ár í að möguleiki sé á inngöngu fyrir Ísland en ekki vegna afturköllunar umsóknar heldur innri vandamála ESB . Vinstri sinnaðir evrópusinnar eru í raun sjálfir komnir að þessari niðurstöðu með því að hvetja til fríverslunarsamninga við fjarlæg lönd í anda framsóknarstefnunar og ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs.

Ljóst er að yfirlýsing Junkers er áfall fyrir JÁ Ísland samtökin og aðra evrópusambandssinna því hún endanlega klárar evrópudraum þeirra, það sem meira er að finna þarf annan tilverurétt fyrir nýjan stjornmálaflokk sem vitað að er í pípunum.

Umræðan ætti að vera hvernig við sjálf getum byggt Ísland upp fremur en að ræða um aðild að sambandi sem á í margvíslegum innri vanda og fyrirséðar lengri tima breytingar þess. Það dugar ekki að bíða eftir því sem ekki kemur.

20. mars 2014 · Slökkt á athugasemdum við Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis 2014 · Categories: alþingi, Norðurlönd, Öryggis- og varnarmál, Ríkisstjórnin, Utanríkismál, Ýmislegt

 

 • Ég fylgi hér úr hlaði skýrslu minni til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál. Það er rík hefð fyrir þessari skýrslugjöf hér á Alþingi og umræðum þeim sem á eftir fylgja. Er það ánægjulegt að geta lagt fram eins efnismikla skýrslu og hér er á borðum og er það von mín að um efni hennar geti átt sér stað góðar umræður í dag.

 

 • Staða Íslands í alþjóðsamfélaginu, hlutverk okkar og áherslur er ákaflega mikilvæg umræða. Ekki bara hér á Alþingi heldur í samfélaginu öllu. Er hægt að fullyrða að vandfundin er sú þjóð sem er eins vel upplýst um alþjóðamál og er eins meðvituð um stöðu sína og hlutverk í alþjóðasamfélaginu og við Íslendingar.

 

 • Við erum sjálfstæð, megnug og velmegandi þjóð sem hefur kosið að eiga náið samstarf við nágranna sína, vinaþjóðir og bandamenn. Um meginstef utanríkisstefnu Íslands ríkir í öllum aðalatriðum sátt og hefur svo verið nánast óháð því hvaða stjórnvöld sitja hverju sinni, þótt um einstaka ákvarðanir geti vissulega verið skiptar skoðanir.

 

 • Gegnumsneitt hafa íslensk stjórnvöld leitast við að auka hagsæld á Íslandi með því að opna markaði fyrir íslenska framleiðslu, menningu og hugvit. Með sama hætti hafa stjórnvöld talað röddu Íslands á alþjóðavettvangi svo að sérstaða okkar skiljist og að hagsmunir verði tryggðir. Þá er öryggi lands og þjóðar eitt af megin hlutverkum stjórnvalda. Ísland hefur ávallt farið þá leið að taka þátt í alþjóðasamstarfi, gert samninga við bandamenn okkar um varnir landsins og talað fyrir friði og mannréttindum.

 

 • Í þessari upptalningu birtast meginstefin sem slegin hafa verið í íslenskri utanríkispólitík. Þetta eru sömu stef og meirihluti þjóðar hefur fylkt sér um og þetta er leiðarljós fólksins sem skipar utanríkisþjónustuna.

 

 • Með leyfi forseta: „…„Permanent Mission of Iceland, góðan dag” segir silkimjúk og traustvekjandi kvenmansröddin í símann. Mér líður strax betur, kynni mig og segist vera í nokkrum vanda. „Ég er staddur í Mombasa, vegabréfs- og farmiðalaus. Getið þið hjálpað!” – „JESÚS” segir hljómþýða röddin – missir örlítið taktinn en er snögg að ná fyrri yfirvegun. „Jú, við getum örugglega bjargað því”. Samtalið heldur áfram og námsmaðurinn leggur á skömmu síðar, rólegur og sæll í bragði…

 

 • Þessi tilvitnun er í bloggskrif starfsmanns utanríkisþjónustunnar. Hvers vegna er það nefnt hér í ræðustóli Alþingis? Jú, utanríkis- og alþjóðamál eru lifandi málaflokkur og munu úrlausnir vandamála og stefnubreytingar alltaf taka mið af samspili hagsmuna og hugmynda um samfélag okkar. Með nýjum tímum fylgja ný vinnubrögð. En grunnurinn er ætíð sá sami.

More »

30. nóvember 2013 · Slökkt á athugasemdum við Leiðréttingin kynnt · Categories: Framsókn, Ríkisstjórnin, Skuldamál

Í dag voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána kynntar á blaðamannafundi í Hörpu.

Eftir einungis 6 mánuði hefur þessari ríkisstjórn tekist það sem aðrar ríkisstjórnir hafa haft viljann til að gera, en því miður hefur vantað uppá þorið.

 

Mikil vinna hefur verið lögð í þessar tillögur síðustu mánuði og niðurstaðan er á þann veg að báðir stjórnarflokkarnir eru samhljóða um ágæti þeirra. Ég hef fulla trú á því að íslenska þjóðin sé okkur sammála. Hér er um að ræða aðgerð í þágu heimilanna og þeirra fjölskyldna sem urðu fyrir forsendubrestinum í kjölfar efnahagshrunsins.

 

Við þorum að standa með íslenskum heimilum. Það höfum við sagt síðustu 4 ár, það sögðum við í kosningabaráttunni og það sýnum við í dag.

 

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána

 

18. ágúst 2013 · Slökkt á athugasemdum við Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu · Categories: ESB, Ríkisstjórnin, Utanríkismál, Ýmislegt

“Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” – Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

ESB

Aðild Íslands að Evrópusambandinu var ekki eitt af stærstu málum kosningabaráttunnar í vetur en flokkarnir upplýstu að sjálfsögðu um fyrirætlanir sínar varðandi málið. Núverandi stjórnarflokkar fóru ekki leynt með þá ætlun sína að ef þeir fengu umboð frá þjóðinni yrði breytt um stefnu. Flokkarnir hlutu meirihluta þingsæta og lýðræðislegan rétt til að fylgja eftir stefnu sinni varðandi ESB og önnur mál.

Í stjórnarsáttmálanum segir að gert verði hlé viðræðunum. Það þýðir að sjálfsögðu að ekki verður meira unnið við aðildarferlið og kröftunum beint í önnur verkefni.  Stöðu viðræðnanna þarf að meta og til grundvallar því liggur stöðuskýrsla frá því í apríl. Verður metið hvort ástæða sé til að skoða ákveðna hluta hennar betur og/eða leita svara við spurningum sem etv. er ekki svarað. jafnframt er ætlunin að leggja mat á þróun Evrópusambandsins frá því að ferlið hófst 2009 og reyna að meta hvernig líklegt er að ESB þróist á næstu árum.

Nýverið birti breska blaðið Daily Mail niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa Evrópusambandsins. Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.

IPA

Með stöðvun aðildarviðræðna er þó að mörgu að huga, t.a.m. framtíð IPA-verkefna hér á landi.

IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Með það að leiðarljósi var það tekið skýrt fram samhliða stöðvun aðildarviðræðnanna að ekki yrði af IPA verkefnum sem ekki væru hafin að nokkru leyti. Ríkisstjórnin ákvað þó að leggja til að verkefni sem komin voru af stað eða búið var að eyða miklum tíma og kröftum í að undirbúa yrðu kláruð. Á þetta féllst ESB ekki þar sem viðræður um aðild hafa verið stöðvaðar. Ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta við styrkina má skilja sem staðfestingu á því að ekki sé lengur litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli.

Nokkrar staðreyndir um styrkina:

 • Ekki stendur til að hætta við þau verkefni sem þegar eru hafin, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð sem  hefur verið lögð í þau verkefni.
 • Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóðtil boða nam um 6,2 ma. kr., þar af voru 5,2 ma. ásvokallaðri landsáætlun sem skipt var áárin 2011, 2012 og 2013.
 • Öll verkefni álandsáætlun 2011, aðupphæð1,8 ma. kr., voru umsamin og hafin utan Matís-verkefnisins sem fellur þ.a.l. niður.
 • Öll verkefni á landsáætlun 2012 og 2013 falla niður, utan eitt sem var hafið; styrkur til að undirbúa stjórnunareiningu fyrir þátttöku í uppbyggingarsjóðunum í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti af landsáætlun 2012.

Yfirlit yfir landsáætlun – http://www.utanrikisraduneyti.is/media/ipa/Yfirlit-IPA-verkefna-2011-2013.pdf

Verkefnin sem hlotið höfðu brautargengi hjá „commisjóninni“ í Brussel eru mörg áhugaverð og hægt að setja sig í spor þeirra sem að þeim standa, að sækja í þá miklu fjármuni sem ESB bauð uppá. Nú þurfa þessir aðilar að leita leiða til að fjármagna verkefnin með öðrum hætti, fresta þeim, hægja á þeim, hætta við eða forgangsraða.

Evrópusambandið og fyrri stjórnvöld höfðu byggt upp miklar væntingar í kringum IPA styrkina. Á alþingi vöruðu alþingismenn við slíkum væntingum og lýstu sumir efasemdum um réttmæti styrkjanna.

IPA styrkir eða annar hvati frá Evrópusambandinu má ekki vera drifkrafturinn fyrir aðildarumsókn. Hún þarf að byggja á vilja sem flestra Íslendinga til að vilja aðlaga líf sitt að sambandinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Í stjórnarsáttmálanum segir að “Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” Einhverra hluta vegna hefur þessi setning verið túlkuð með ólíkum hætti en ætti ekki að þurfa. Ekki verður um frekari viðræður eða vinnu að ræða þar sem búið er að gera hlé. Fólk getur treyst því að ekki verða viðræður hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nýjustu kannanir sýna að 57,4 % Íslendinga eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þar liggja eflaust margar ástæður að baki en staðreyndin er sú að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

03. janúar 2013 · Slökkt á athugasemdum við Stórundarleg viðbrögð við frumkvæði kirkjunnar · Categories: alþingi, Heilbrigðismál, Niðurskurður, Ríkisstjórnin, Velferðarmál, Ýmislegt · Tags: , , , , , ,

Viðbrögð Samfylkingarþingmannsins Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við frumkvæði þjóðkirkjunnar um að safna fé til tækjakaupa fyrir Landsspítalann eru með ólíkindum.

Svo virðist sem það sé skoðun Samfylkingarinnar að ef aðili sem fær fé á fjárlögum sækist eftir auknum framlögum (sem í tilfelli kirkjunnar snýst um að ríkisvaldið standi við gerða samninga við kirkjuna) þá megi hinn sami ekki beita sér fyrir því að almenningur gefi fé til annars aðila sem fær framlög á fjárlögum!

Þingmaðurinn spyr í viðtali við Ríkisútvarpið hvort þetta samræmist hlutverki þjóðkirkjunnar og finnur að því að Biskup Íslands hafi sagt frá þessu í áramótaávarpi sínu. Þingmaðurinn þarf greinilega að kynna sér starfsemi kirkjunnar því vitanlega samræmist mannúðarstarf hlutverki hennar og hvað er það annað en mannúðarstarf að auka á öryggi sjúklinga? Ef við eigum að hafa skoðun á því sem sagt er í áramótaávörpum þá væri nær að skoða ávarp forsætisráðherra því sá sem skrifaði það er í engum tengslum við íslenskt samfélag.

Kannski er viðkvæmni þingmannsins tilkomin vegna forgangsröðunar stjórnarflokkanna þriggja, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, þar sem ekki er forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og því sveltur heilbrigðiskerfið með þeim afleiðingum að tæki úreldast, hjúkrunarfólk og læknar segja upp og flytja úr landi.

Auðvitað er það frábært að þjóðkirkjan skuli hafa frumkvæði að því að safna fé fyrir Landsspítalann og minni ég á að þegar að söfnuninni kemur  að upphæðin sem við gefum skiptir ekki megin máli heldur samhugurinn.

Gunnar Bragi.

Makríldeilan kom til umræðu fundi utanríkismálanefndar Alþingis fyrir skömmu. Þar lögðu fulltrúar Framsóknarflokksins áherslu á að haldið yrði fast við kröfur Íslendinga í deilunni enda hafi Íslendingar lagt sig fram um að leysa deiluna m.a. með tillögum um að allar þjóðir gæfu eftir í sínum kröfum. Þá lögðum við áherslu á að íslensk stjórnvöld kynntu með afgerandi hætti forystu Íslendinga í vernd fiskistofna og sjálfbærum veiðum. Stjórnvöld hafa því miður látið hjá líða að halda á lofti málstað Íslendinga með afgerandi hætti á alþjóðavettvangi undanfarin ár, nægir þar að nefna Icesave málið. Því er það áhyggjuefni að verulega virðist vanta upp á almenna kynningu erlendis á staðreyndum og málstað Íslendinga í markríldeilunni. More »

14. ágúst 2012 · Slökkt á athugasemdum við Hvað er þetta með VG og ESB ? · Categories: ESB, Ríkisstjórnin, Utanríkismál, Ýmislegt · Tags: , , , , ,

Þann 12. Apríl sl. skrifaði ég grein hér á síðuna sem ég kallaði „ESB lítilsvirðir Ísland og Vinstri Græn syngja með“. Greinin fjallaði um stuðning ESB við málshöfðun fyrir EFTA gegn Íslandi og innihaldslausar yfirlýsingar Vinstri grænna. Líkti ég VG við drenginn í sögunni „Úlfur Úlfur“. Mér sýnist að þingmenn og ráðherra VG hafi ekki lesið þessa grein og þá síður söguna góðu því áfram halda þeir að kalla úlfur úlfur en gera ekkert meir.
Vinstri græn geta stöðvað þessa vonlausu vegferð en vilja það ekki. Þingmenn Vinstri grænna VILJA halda áfram aðildarviðræðum við ESB, annars væru þeir búnir að setja niður hælana.
Nú er svo komið að eingöngu Samfylkingin getur bjargað VG frá því að þurrkast út með því að taka af skarið og stöðva ferlið og þannig mögulega tryggt VG eitthvað fylgi hjá þeim sem verða búnir að gleyma öllum sviknu loforðunum. Samfylkingin er að verða vinalaus í sinni utanríkispólitík og því kann slík björgunaraðgerð að hugnast þeim og tryggja með því áframhaldandi samstarf við VG.
Það yrði skelfilegt. Íslandi þolir ekki annað kjörtímabil afturhalds og skattpíningar.
Gunnar Bragi.

04. júní 2012 · Slökkt á athugasemdum við Virðingaleysi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis setur blett á sjómannadagshátíðina · Categories: Landsbyggðin, Niðurskurður, Ríkisstjórnin, Sjávarútvegur · Tags: , , , ,

Oft hafa ríkisstjórnarflokkarnir gengið fram af Íslendingum en nú tekur steininn úr. Ríkisstjórnin lagði fram á lokafresti tvö sjávarútvegsmál sem vísað var til atvinnuveganefndar. Í umsögnum fengu bæði málin falleinkun sem og hjá sérfræðingum er skoðuðu þau. Megin niðurstaða þeirra er sú að frumvörpin eyðileggja íslenskan sjávarútveg. Nærri 35 þúsund Íslendingar hafa beina eða óbeina atvinnu af sjávarútvegi – sjávarklasanum, atvinna þessa fólks er í húfi.

Við alla þá er starfa í sjávarútvegi eða störfum honum tengdum vil ég segja: Örvæntið ekki, fjöldi þingmanna er reiðubúinn að standa vaktina á Alþingi eins lengi og þarf til að koma í veg fyrir að störf ykkar séu lögð í rúst. Ekki bara vegna þess að við skiljum mikilvægi starfa ykkar heldur líka vegna þess að allir aðrir Íslendingar þurfa líka á ykkar störfum að halda. More »

19. maí 2012 · Slökkt á athugasemdum við Ræðukóngar og drottningar · Categories: Ríkisstjórnin, Ýmislegt · Tags: , , ,

Vegna umræðu um málþóf er hér listi yfir „ræðukónga“ frá tíð fyrri ríkisstjórna – aftasta talan er klukkustundafjöldi sem þingmaður var í ræðustól á viðkomandi þingi. Ath. síðustu ár vantar.
Dæmi: Steingrímur J. Sigfússon 437 36:47 – það eru þá 437 ræður, samtals 36 klst. 47 mín.

126. löggjafarþing 2000-2001
Steingrímur J. Sigfússon 437 36:47
Ögmundur Jónasson 482 33:14
Jóhanna Sigurðardóttir 277 28:49
Guðjón A. Kristjánsson 236 19:36
Jón Bjarnason 293 19:34
Jóhann Ársælsson 242 16:06
Össur Skarphéðinsson 259 15:59
Pétur H. Blöndal 309 14:21
Guðmundur Árni Stefánsson 180 14:14
Rannveig Guðmundsdóttir 210 13:53
Samtals 2925 212:33

127. löggjafarþing 2001-2002
Steingrímur J. Sigfússon 471 43:46
Ögmundur Jónasson 409 30:38
Jón Bjarnason 401 30:12
Guðjón A. Kristjánsson 245 25:44
Kolbrún Halldórsdóttir 270 23:33
Jóhanna Sigurðardóttir 195 22:22
Jóhann Ársælsson 253 18:29
Árni Steinar Jóhannsson 227 17:11
Össur Skarphéðinsson 308 17:02
Þuríður Backman 174 15:26
Samtals 2953 244:23 More »

19. maí 2012 · Slökkt á athugasemdum við Um málþóf · Categories: Ríkisstjórnin, Ýmislegt · Tags: , ,

Þegar þetta er ritað hefur undirritaður rætt tillögu um stjórnarskrárkönnun í 2 klukkustundir og 40 mínútur og er sakaður um málþóf. Undir eru um 114 greinar stjórnlagaráðs, 20 – 30 breytingatillögur og athugasemdir við ræður annara þingmanna. Að baki þessum  2.40 tímum eru nokkrar ræður og andsvör. Ég hvet lesendur til að skoða ræðurnar á vef alþingis.
Læt hér fylgja með upplýsingar um lengstu einstöku þingræður frá 1991 um leið og ég fullyrði að þjóðin muni fá að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá þegar alþingi hefur sinnt sinni vinnu.
Kv.g.b.

Hér er listi Alþingis yfir 12 lengstu þingræður frá 1991:
1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33 (klst:mín:sek)
2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54
3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39
4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01
5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01
6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07
7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21
8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20
9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07.
10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55
11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29
12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11