02. ágúst 2016 · Slökkt á athugasemdum við Arður af auðlindum · Categories: Atvinnumál, Framsókn, Sjávarútvegur

Líkt og með okkur Íslend­inga hér áður fyrr snýst til­veran í Fær­eyjum að mestu leiti um fisk en 95 pró­sent af útflutn­ings­tekjum Fær­ey­inga eru af fisk og fiskaf­urð­um. Þannig liggja miklir hags­munir í því að sem mest fáist fyrir afurð­irnar fyrir fyr­ir­tæk­in, rík­is­sjóð og sam­fé­lagið allt en vel hefur gengið hjá nágrönnum okkar og síð­ast­liðin 20 ár hefur útflutn­ingur þeirra rúm­lega tvö­fald­ast.

Fær­ey­ingar fóru nýlega að bjóða afla­heim­ildir á upp­boðs­mark­aði í til­rauna­skyni en áætlað er að um tíu pró­sent af heild­ar­kvóta þeirra verði boð­inn upp með þessum hætti í júlí og ágúst á þessu ári. Eru þetta tíma­mót á langri veg­ferð Fær­ey­inga í breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi þeirra því árið 2007 ákvað þingið þeirra að fella niður öll almenn veiði­leyfi fiski­skipa á tíu árum (sem verður í jan­úar 2018).

Ýmis vand­kvæði hafa verið við áætl­un­ina. Við­brögð sjáv­ar­út­vegs­ins hafa verið nei­kvæð og almenn­ingur hefur blendnar til­finn­ingar til breyt­inga á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Póli­tísk umræða hefur þannig að mestu snú­ist um breyt­ing­arnar framundan með stóru spurn­ing­unni, hvernig eigi að taka gjald af auð­lind­inni. Fær­ey­ingar byrj­uðu að inn­heimta veiði­gjald árið 2011 fyrir eina fisk­teg­und. Árlegar breyt­ingar hafa svo verið á veiði­gjaldi síð­ast­liðin þrjú ár. Hafa þeir fjölgað þeim teg­undum sem tekið er gjald fyrir upp í þrjár árið 2015 eða nánar til­tekið síld, mak­ríl og kolmunna.

Þær raddir hafa heyrst að aukin öflun tekna af fisk­veiðum fyrir rík­is­sjóð sé til­komin vegna mögu­legs sjálf­stæðis Fær­eyja. Enn er þó of snemmt að segja til hvort það gangi eftir og hvort póli­tísk sátt náist um leið­ina sem valin verð­ur. Umræðan í Fær­eyjum um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag fisk­veiða verður lík­lega hávær­ust í lok þessa árs þegar skila á skýrslu um málið og árið 2017. Ef þessar breyt­ingar eiga hins vegar að verða var­an­legar verða þær að taka gildi fyrir jan­úar 2018.

Fyrir okkur Íslend­inga er þetta áhuga­verð til­raun sem vert er að fylgj­ast með.  Fær­ey­ingar eru í upp­hafs­skrefum fer­ils­ins og hægt er að læra af þeirra reynslu. Fyrir Ísland sem hefur siglt í gegnum mik­inn öldu­sjó í mál­efnum sjáv­ar­út­vegs hefur okkur tek­ist með elju að skapa hér­lendis blóm­lega atvinnu­grein sem í dag skilar arði og nýsköp­un. Við tökum veiði­gjald af tugum teg­unda og fáum millj­arða til rík­is­ins árlega í arð fyrir rík­i­s­jóð. Okkar fyr­ir­komu­lag er þó ekki án galla og mik­il­vægt er að fylgj­ast með hvað aðrir gera.

Í því sam­hengi þarf að færa umræð­una um afnota­gjald fyrir auð­lindir yfir á allar auð­lind­ir. Finna kerfi sem hægt er að beita á allar þær auð­lindir þar sem greitt er fyrir afnot af eða ætti að greiða fyr­ir. Ég tel fýsi­leg­ast að beita skatt­kerf­inu til þess. Fyrst þarf þó að byrja á að skil­greina hvað eru auð­lindir og taka síðan ákvörðun um hvort við viljum yfir­leitt að greitt sé gjald fyrir afnot af þeim.

Við í Fram­sókn hefðum viljað sjá nátt­úru­auð­lindum lands­ins komið tryggi­lega fyrir í eigu þjóð­ar­inn­ar. Það hefur þó ekki náðst meiri­hluti fyrir því enn sem komið er. Sú breyt­ing og jafn­vel fleiri er fyr­ir­sjá­an­legt að ráð­ast þurfi í á næstu árum af skyn­semi og var­færni.

16. júlí 2014 · Slökkt á athugasemdum við Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar vill stöðva stækkun ESB · Categories: ESB, Framsókn, Ríkisstjórnin, Utanríkismál

Rikisstjórn Íslands hefur marg lýst því yfir að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum við ESB og hefur hætt öllum samskiptum er lúta að umsókninni enda á móti inngöngu Íslands í ESB.

Nú hefur nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean Claude Junker sagt að ekki verði um frekari stækkun næstu fimm árin. Hann ætli sér að sinna þeim löndum sem nú þegar eru í ESB, þétta raðirnar og vinna á hinum griðarmörgu vandamálum sem sambandið glimir við.

Þetta er i samræmi við min fyrri orð um ESB og að ekki sé rökrett að ganga i sambandið ekki síst þegar óvissan um þróun þess og framtíð er svo mikil. Junker ætlar sér að eigin sögn að taka á mörgum vandamála sambandsins. En miðað við verkefnafjöldann, stærð vandamálanna og þær endurbætur sem vinna þarf í á ESB er ljóst að 5 ár er stuttur timi og liklegra að það taki lengri tima en það að klára vinnuna.

Árni Páll og Össur hafa líklega rétt fyrir sér að það seu amk 10 – 15 ár í að möguleiki sé á inngöngu fyrir Ísland en ekki vegna afturköllunar umsóknar heldur innri vandamála ESB . Vinstri sinnaðir evrópusinnar eru í raun sjálfir komnir að þessari niðurstöðu með því að hvetja til fríverslunarsamninga við fjarlæg lönd í anda framsóknarstefnunar og ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs.

Ljóst er að yfirlýsing Junkers er áfall fyrir JÁ Ísland samtökin og aðra evrópusambandssinna því hún endanlega klárar evrópudraum þeirra, það sem meira er að finna þarf annan tilverurétt fyrir nýjan stjornmálaflokk sem vitað að er í pípunum.

Umræðan ætti að vera hvernig við sjálf getum byggt Ísland upp fremur en að ræða um aðild að sambandi sem á í margvíslegum innri vanda og fyrirséðar lengri tima breytingar þess. Það dugar ekki að bíða eftir því sem ekki kemur.

31. desember 2013 · Slökkt á athugasemdum við Mínar bestu þakkir fyrir góð kynni, samstarf og stuðning á árinu sem nú er að líða. · Categories: Framsókn, Ýmislegt

Erilsamt ár er að baki. Kosningar þar sem Framsóknarflokkurinn vann stórsigur, myndun ríkisstjórnar undir forystu Sigmundar Davíðs og staða Utanríkisráðherra sem mér var treyst fyrir.

Allt þetta hefði ekki gerst ef ekki hefði verið til staðar framsóknarfólk sem tilbúið var að vinna að framgangi stefnunnar, fjölskyldur sem voru tilbúnar að fórna samverustundum, annað stuðningsfólk sem hafði trú á okkur og loks kjósendur sem treystu því sem við sögðum.

Við förum vel af stað. Búið er að ganga frá því hvernig höfuðstóll lána nærri 90% heimila landsins verða leiðrétt og á sama tíma eru fjárlög samþykkt hallalaus, kjör eldriborgara eru leiðrétt os.frv. Mörg önnur mál þarf að klára og fylgja eftir og munum við vinna að þeim út kjörtímabilið.

Um leið og ég þakka fyrir góð kynni, samstarf og stuðning á árinu sem er að líða, óska ég ykkur gæfu og gleði á nýju ári.

Gunnar Bragi.

30. nóvember 2013 · Slökkt á athugasemdum við Leiðréttingin kynnt · Categories: Framsókn, Ríkisstjórnin, Skuldamál

Í dag voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána kynntar á blaðamannafundi í Hörpu.

Eftir einungis 6 mánuði hefur þessari ríkisstjórn tekist það sem aðrar ríkisstjórnir hafa haft viljann til að gera, en því miður hefur vantað uppá þorið.

 

Mikil vinna hefur verið lögð í þessar tillögur síðustu mánuði og niðurstaðan er á þann veg að báðir stjórnarflokkarnir eru samhljóða um ágæti þeirra. Ég hef fulla trú á því að íslenska þjóðin sé okkur sammála. Hér er um að ræða aðgerð í þágu heimilanna og þeirra fjölskyldna sem urðu fyrir forsendubrestinum í kjölfar efnahagshrunsins.

 

Við þorum að standa með íslenskum heimilum. Það höfum við sagt síðustu 4 ár, það sögðum við í kosningabaráttunni og það sýnum við í dag.

 

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána

 

27. apríl 2013 · Slökkt á athugasemdum við Um hvað er kosið. · Categories: alþingi, Atvinnumál, ESB, Framsókn, Landsbyggðin, Ýmislegt · Tags: , , , ,

Kæru vinir.

Á morgun er kosið um lausnir og framtíðina. Lausnir til að létta á vanda tugþúsunda heimila og hvernig við nýtum tækifæri Íslands og búum í haginn fyrir framtíðina.

Lausn á fjárhagsvanda íslenskra heimila er afar mikilvæg til að heimilin verði virkur þátttakandi í hagkerfinu þar sem þau leika afar stórt hlutverk. Við höfum bent á hvernig það megi gera og ekki er lengur deilt um að þeir fjármunir sem þarf til þess eru til staðar. Deilt er um hvort nota eigi fjármunina fyrir heimilin eða í annað. Við veljum heimilin.

Leita verður allra leiða til að leysa úr flækjum varðandi gengislán fyrirtækja og einstaklinga þar sem fjármálastofnanir hafa dregið að virða niðurstöður dóma.

Kosið er um nýjar hugmyndir í byggðamálum , jöfnun orkukostnaðar og aðrar leiðir til að tryggja búsetujafnrétti. Einnig er kosið um jafnrétti til náms og launa enda óskiljanlegt að kyn ráði launum.

Við kjósum um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar sem við sýndum í Icesave kosningunum að við metum mikils og framsóknarmenn munu standa áfram vörð um. Því verður ekki haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tækifærin í helstu atvinnugreinum okkar eru mikil ef við bara berum gæfu til að gefa þeim sem þar starfa færi á að fjárfesta í framtíðinni. Öflugt velferðarkerfi verður aldrei í boði án öflugs atvinnulífs því þar verða tekjur ríkissjóðs til. Við ætlum því að fjölga störfum m.a. með því að búa til hvata fyrir fyrirtæki landsins til vaxtar svo fleiri greiði til samfélagsins. Við viljum forgangsraða í þágu heimila, heilbrigðisþjónustu og öryggis borgaranna ásamt því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja

 

Verkefnin eru ærin. Með samráði við helstu aðila íslensks efnahagslífs má búa til samfélag sem tryggir stöðugleika og velsæld byggða á þekkingu og skynsamlegri nýtingu auðlinda.

X við B tryggir festu, rökhyggju og skynsemi við stjórn landsins næstu árin.

Gunnar Bragi.

17. mars 2013 · Slökkt á athugasemdum við Burtu með verðtrygginguna – leiðréttum stökkbreytt lán. · Categories: alþingi, Framsókn, Skuldamál · Tags: , , , , , , ,

Lausnum framsóknarmanna á skuldum heimilanna og verðtryggingaróværunni má gróflega skipta í þrennt.

 LEIÐRÉTTING LÁNA

Verðtrygging neytendalána getur ekki haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Fjáramálastofnanir hafa haft mikinn hag af verðtryggingunni og grætt milljarða á hækkun hennar í boði íslenskra heimila. Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu ályktun vegna skulda heimilanna. Varðliðar verðtryggingarinnar reyna nú að gera framsóknarmenn ótrúverðuga með því að halda því fram að framsóknarmenn hafi lofað því að afnema verðtrygginguna afturvirkt.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi lýsir þessu ágætlega á fésbókarsíðu sinni:  „Djöfull eru margir orðnir hræddir við Framsóknarflokkinn í ljósi þess að þeir mælast nú vel í öllum skoðunarkönnunum. Málið er að það vita allir að ekki er hægt að afnema verðtrygginguna afturvirkt og ég hef aldrei heyrt neinn lofa því.“

Vegna ýmissa atriða verður verðtrygging ekki afnumin að fullu afturvirkt nema hún verði dæmd ólögleg en Verkalýðsfélag Akraess er einmitt með mál í gangi er varðar lögmæti verðtryggingar. Það er hins vegar ekkert sem bannar að lán heimilanna verði leiðrétt, það er bæði rétt og sanngjarnt.

Framsóknarmenn hafa barist allt frá árinu 2009 fyrir því að stökkbreytt verðtryggð lán verði leiðrétt vegna þess forsendubrests sem átti sér stað í fjármálahruninu. Á flokksþingi samþykktum við:

„Framsóknarflokkurinn vill að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Afstaða Framsóknarflokksins er eindregið sú að ekkert geti réttlætt að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns.“

Það að leiðrétta lánin er forsenda þess að heimilin geti aftur orðið virkur þátttakandi í efnahagslífi landsins. Hvernig getum við fjármagnað leiðréttingu lána? T.d. er hægt að nota hluta af þeim fjármunum sem vogunarsjóðir eiga í landinu, til þess þarf vilja og þor. Önnur leið væri að skattleggja hagnað fjármálastofnana og þriðja leiðin væri að blanda þessu saman ásamt því að lífeyrissjóðir og ríkissjóður leggðu til fé.  Þetta er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

 AFNÁM VERÐTRYGGINGAR

„Framsóknarflokkurinn vill að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin. Lagt er til að skipaður verði starfshópur sérfræðinga er hafi það verkefni að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána. Þessari vinnu verði lokið fyrir árslok 2013.“

Við ætlum að afnema verðtrygginguna á nýjum neytendalánum og beita leiðréttingunni á þau eldri. Við höfum kynnst því sl. 4 ár að verðtryggingin á slíka vini og varðmenn t.d. í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu,  að þeir svífast einskis til að verja hana. Ástæðan er vitanlega sú að margir hafa mikinn fjárhagslegan hag af verðtryggingunni meðan heimilunum blæðir. Okkar niðurstaða er því sú að afnámið verður ekki gert nema með rökstuddum, útfærðum tillögum og til þess viljum við fá sérfræðinga innlenda og erlenda sem EKKI hafa nein tengsl við varðliða verðtryggingarinnar á Íslandi.

ÞAK Á VERÐTRYGGINGU OFL.

En það þarf að grípa til fleiri aðgerða en leiðréttingar. Við höfum lagt fram frumvarp þar sem m.a. er lagt til að þak t.d. 4% verði sett á verðtrygginguna sem þýðir að fari verðbólgan umfram það sé áhættan lánveitandans. Þá leggjum við til að fjármálastofnunum verði bannað að eiga nema ákv. magn verðtryggðra lána. þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að þær hafi hag af því að hafa verðbólgu háa. Í þriðja lagi leggjum við til að opinberir aðilar hætti að tengja gjaldahækkanir við vísitölu. Það er óeðlilegt að hækkun á bensíni eða áfengi hækki húsnæðislánin. Ýmislegt fleira leggjum við til í frumvarpinu en þetta eru helstu atriðin.

Til að leiðrétta lánin, afnema verðtryggingu neytendalána og setja þak á vísitöluna þarf vilja og þor. Við munum ekki láta útúrsnúninga eða villandi fréttaflutning draga úr okkur kjarkinn. Við sýndum staðfestu fyrir 20% leiðinni og Icesave og munum sýna það áfram.

Gunnar Bragi

 

19. febrúar 2013 · Slökkt á athugasemdum við Verðtryggingin ólögleg? · Categories: alþingi, Framsókn, Skuldamál, Velferðarmál, Ýmislegt · Tags: , , , , ,

“Framsóknarflokkurinn vill að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Afstaða Framsóknarflokksins er eindregið sú að ekkert geti réttlætt að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns.“
Þetta var meðal þess sem var samþykkt á flokksþingi framsóknarmanna sem fram fór helgina 8.–9. febrúar.
Skilaboð fulltrúa á þinginu til þjóðarinnar eru ótvírætt þau að leita eigi áfram leiða til að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í efnahagshruninu.
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa frá árinu 2009 lagt fram tillögur um leiðréttingar á lánum heimila og aðgerðir til afnáms verðtryggingar á neytendalánum. Því miður hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga og því búum við enn við óbreytt ástand. Verðtrygging húsnæðislána hefur lengi sætt mikilli gagnrýni. Eðlilega finnst mörgum undarlegt að þegar kaffi hækkar eða ríkisvaldið eykur álögur á bensín hækki húsnæðislánin þeirra. Margoft hefur verið bent á að verðtrygging sé ekki lögmál.
Brot gegn neytendalögum

En hvað gerist ef verðtrygging húsnæðislána verður dæmd ólögleg? Elvíra Mendez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, hefur fært fyrir því sannfærandi rök að verðtrygging brjóti gegn neytendalögum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi verði lántakandi að geta séð hvernig höfuðstóll lánsins muni þróast út lánstímann og í öðru lagi megi ekki breyta lánsupphæð eftir á. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um það hvort verðtrygging standist lög um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuréttar.
Hafi Elvíra rétt fyrir sér og/eða ef Héraðsdómur dæmir Verkalýðsfélaginu í hag mun það að sjálfsögðu undirstrika réttlæti og mikilvægi þess að lán verði leiðrétt.
Hvað sem því líður munu þingmenn Framsóknar halda áfram baráttunni fyrir leiðréttingu og afnámi verðtryggingar á nýjum neytendalánum þar sem fátt er jafn mikilvægt og að gera íslenskum fjölskyldum kleift að komast úr fjötrum skulda eins fljótt og frekast er unnt. Það að gera ekki neitt fyrir skuldsettar fjölskyldur getur varla verið valkostur því heimilin eru undirstaða alls efnahagslífsins.

Gunnar Bragi.

24. nóvember 2012 · Slökkt á athugasemdum við Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi við alþingiskosningar 2013 · Categories: alþingi, Framsókn, Landsbyggðin, Ýmislegt · Tags: , , ,

1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki
2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga
7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. varaþingmaður, Ísafirði

17. september 2012 · Slökkt á athugasemdum við Sækist eftir því að leiða lista framsóknarmanna. · Categories: Framsókn, Ýmislegt · Tags: , , ,

Ég hef sent formanni kjördæmissambands framsóknarmanna í norðvestur kjördæmi tilkynningu um að ég sækist eftir fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í kjördæminu í komandi kosningum.

Verkefni næstu fjögurra ára er að snúa við þeirri ringulreið og ósamstöðu sem því miður hefur einkennt stjórn landsins undanfarin fjögur ár, og sem komið hefur í veg fyrir að hin fjölmörgu tækifæri landsins hafa ekki verið nýtt sem skyldi.

Mikilvægasta verkefnið er að skapa traust og samstöðu meðal þjóðarinnar og nýta styrk fólksins og landsins til að skapa hér samfélag velmegunar og lífshamingju fyrir alla.

Að þessu vil ég vinna.

Gunnar Bragi Sveinsson,
alþingismaður.

03. september 2012 · Slökkt á athugasemdum við Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi · Categories: Atvinnumál, Framsókn, Velferðarmál

Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. More »